Vöfflur

Innihald:

 • 4 egg
 • 70gr Möndlumjöl
 • 2 msk Hörfræmjöl
 • 1 msk Kókoshveiti
 • 1 tsk Vínsteinslyftiduft
 • 1/2 tsk Matarsódi frá Pottagöldrum
 • Smá af Himalayan salt
 • 120gr Hreinn Rjómaostur
 • 30gr brætt smjör
 • 20gr Sukrin Gold
 • 3 dropar English Toffee steviu dropar
 • 1 & 1/2 tsk vanilludropar

Aðferð:

 1. Hitið vöfflujárnið og bræðið smjörið á járninu. (Það má bræða smjörið sér)
 2. Setjið öll hráefni saman í blandara, hellið bræddu smjörinu saman við og blandið deigið mjög vel saman.
 3. Hellið deiginu á vöfflujárnið og bakið þar til vöfflurnar eru orðnar gullinbrúnar. Hægt er að sleppa sætunni og bæta við kryddum og nota sem samlokubrauð. Deigið gefur af sér 5-6 stykki gómsætar vöfflur

Vöfflusamloka:

 • 1 stk vaffla skorin í tvennt
 • Heimatilbúin ostasósa
 • Reykt Kjuklingabringuálegg
 • Kryddað hakk
 • Rifinn ostur