Uppstúf með Hangikjötinu
- 200ml Rjómi
- 60gr Íslenskt smjör
- 1/3 tsk Xanthan Gum
- 1/2-1 tsk Fínmöluð Good Good sæta (eftir smekk)
Aðferð:
- Bræðið smjör í potti, hellið rjómanum saman við og leyfið suðunni að koma upp (freyða örlítið).
- Setjið Xanthan Gum saman við og hrærið stanslaust á háum hita þar til sósan byrjar að þykkna.
- Smakkið til með sætunni.
- Ef sósan verður of þykk, þynnið hana með örlitlum rjóma þar til hún hefur náð góðri þykkt.
- Mikilvægt er að nota ekki of mikið af Xanthan Gum.
Ef það á að tvöfalda uppskriftina, byrjið með 1/2 tsk af Xanthan gum og bætið við 1/4 eftir þörfum. Alltaf leyfa suðunni að koma upp og hræra stanslaust fyrst áður en það er bætt við.