Túnfisksalat

Innihald: 

  • 3 stór harðsoðin egg
  • 1 dós túnfiskur í vatni
  • 40gr vorlaukur eða blaðlaukur 
  • 140gr majones
  • 1 tsk aromat
  • Svartur pipar eftir smekk

Aðferð:

  1. Skera eggin og laukinn í smáa bita.
  2. Taka vatnið af túnfisknum og setja það í skál með eggjunum og lauknum.
  3. Hræra öllu vel saman ásamt majonesinu og kryddinu. 
  4. Setja í lokað ílát og kæla í minnst klukkustund og hræra vel í salatinu en það er borið fram.