Trefjaríkt Morgunkakó

Innihald:

 • 15gr ósætt kakó (eftir smekk)
 • 1 msk Chia fræ
 • 1 msk fínmöluð sæta
 • 8 stk macadamiahnetur
 • 20gr  Íslenskt smjör (eða 1 msk MCT olía)
 • 20gr Cavalier Súkkulaðismyrja
 • 250ml vatn
 • Smá af Kanil frá Pottagöldrum
 • Smá af Cayenna pipar frá Pottagöldrum
 • Smá af himalayan salti
 • 2 English Toffee Steviu dropar

Aðferð:

 1. Leggið Chia fræjin í bleyti í 300ml vatninu í sirka 10 mínútur.
 2. Setjið öll hráefnin, nema smjörið, saman í blandara og leyfið honum að blanda þessu öllu í mauk.
 3. Blandan verður að vera alveg kekkjalaus.
 4. Bræðið smjörið í litlum potti, hellið blöndunni saman við smjörið og leyfið suðunni að koma upp. 
 5. Gott að bera fram með þeyttum rjóma.