Tortilla Flögur

Innihald:

 • 160gr rifinn mozzarella ostur
 • 60gr möndlumjöl
 • 1/4 tsk Cumin frá Pottagöldrum
 • 1/4 tsk Paprikukrydd frá Pottagöldrum
 • 1/8 tsk Cayenna pipar frá Pottagöldrum
 • 1/2 tsk Kóríander  frá Pottagöldrum
 • 1/4 tsk Himalayan salt

Aðferð:

 1. Setja allt saman í skál og inn í örbylgjuofn í 1-1&1/2 mín.
 2. Hnoða deigið örlítið saman með skeið og setja deigið á smjörpappír með annan smjör pappír yfir og fletja út með kökukefli þannig að þetta verði mjög þunnt (ca 2mm).
 3. Skera í þríhyrninga með pizzaskerara og dreifa á ofnplötu með smjörpappír.
 4. Baka við 200 gráður án blásturs í 7 mín og kveikja á blæstri í 3 mín samtals 10 mín.
 5. Takið af ofnplötunni og leyfið snakkinu að kólna alveg.

Æðislega gott að búa til salsa (Eðlu) og njóta snakksins með því! Einnig gott að nota ofan á salöt eða eitt og sér!

Hugmynd að Salsa:

Innihald:

 • 125gr Hreinn rjómaostur
 • 1 krukka Hot Taco sósa frá Santa Maria
 • Rifinn ostur eftir smekk
Aðferð:
 1. Smyrja rjómaostinum í botninn á eldföstu formi, hella taco sósunni yfir og strá rifnum osti yfir.
 2. Hitað við 200 gráður á blæstri í sirka 15 mínútur.