Þorskur með Hvítlaukssmjöri

Innihald:

  • 500gr Þorskflök
  • 3 msk Íslenskt smjör
  • 4 hvítkauksgeirar
  • 10 stk grænar ólívur (má sleppa)
  • Hvítlauksduft
  • Þurrkuð basilika
  • Salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

Kryddið fiskinn á báðum hliðum eftir smekk og leyfið því að standa örlítið á meðan restin er undirbúin.

Bræðið smjör á miðlungshita og skerið hvítlauk mjög smátt ásamt ólívum. Steikið hvítlaukinn og ólívurnar þar til hvítlaukurinn byrjar að brúnast örlítið.

Leggið fiskinn á pönnuna og steikið á báðum hliðum þar til hann er eldaður í gegn.

Mæli með Blómkáls-Kúskús salati sem meðlæti með þessum rétt ásamt 1 msk af Hvítlaukssmjöri til að toppa fiskinn!