Hrásalat með grillkjötinu? Smelltu hér!

The Ommiletta

Innihald:

  • 2 egg
  • 1 msk hreinn rjómaostur
  • 1 msk majones
  • 10 ml rjómi
  • 1/2 tsk Tex-Mex krydd
  • 1/4 tsk Töfrakrydd frá Pottagöldrum
  • Avocado olía til steikingar

Álegg:

  • 50gr Kjúklingabringuálegg
  • 40gr rifinn ostur
  • Graslaukur eftir smekk

Aðferð:

Hræra allt hráefni saman (nema áleggið) þar til rjómaosturinn er að mestu leyti alveg uppleystur. Gott að setja í blandara í örskamma stund.

Hita avocado olíu á pönnu og hella blöndunni á og látið malla örlítið. Á meðan ommilettan mallar er áleggið sett á. 

Flippið ommilettunni í háldmána og hitið örlítið lengur. 

Gott að toppa með Taco sósu og smá sýrðum rjóma!