Thailensk kjúklingasúpa

Innihald:

 • 700gr kjúklingalæri
 • 3 dósir kókosmjólk (passa kolvetnainnihald)
 • 400ml rjómi (má nota auka dós kókosmjólk í stað rjóma)
 • 1/2 rauðlaukur
 • 80gr niðurskorin Rauð paprika
 • 250gr niðurskorinn kúrbítur
 • 100gr Stengjabaunir
 • 250gr niðurskorið Butternut squash
 • 80gr íslenskt smjör
 • 2 msk kókosolía (með bragði)
 • 2 grænmetisteningar
 • 1 kjúklingateningur
 • 7 stilkar ferskur kóríander
 • 1 msk Töfrakrydd frá Pottagöldrum
 • 1 msk Turmerik frá Pottagöldrum
 • 2 msk Karrý de Lux frá Pottagöldrum
 • 2 tsk Paprikukrydd frá Pottagöldrum
 • 2 tsk Svartur pipar frá Pottagöldrum
 • 2 tsk Laukduft  frá Pottagöldrum
 • 2 tsk Himalayan salt

Aðferð:

 1. Steikið allt grænmeti (fyrir utan kóriander) uppúr smjörinu og kókosolíunni þar til það byrjar að mýkjast örlítið.
 2. Skerið niður kjúklinginn í smáa bita og setjið út á grænmetið og steikið áfram.
 3. Hrærið saman öllum kryddum, stráið yfir alltog hrærið vel.
 4. Þegar kjúklingurinn er nánast eldaður í gegn er kókosmjólkinni og rjómanum blandað saman við og hrært vel.
 5. Saxið niður kóríanderlaufin vel og setjið út í pottinn.
 6. Brytjið niður súputeningana, hrærið vel og leyfið suðunni að koma upp.
 7. Leyfið súpunni að malla á miðlungshita í um 20-30 mínútur og hrærið reglulega í henni. Grænmetið á að vera mjög mjúkt.
 8. Smakkið til með salti og pipar.

Þessi uppskrift inniheldur skammt fyrir 6-8 manns.