Tex-Mex Hakkréttur

 

Innihald:

 • 600gr ungnautahakk
 • 1 rauð paprika
 • 1/2 púrrulaukur
 • 1 lítil dós hvítlauksrjómaostur
 • 1 krukka salsa sósa (velja kolvetnasnauða)
 • 150gr rifinn mozzarella

Heimatilbúið Texmex krydd:

 • 3 tsk Paprikukrydd frá Pottagöldrum
 • 2 tsk Cumin frá Pottagöldrum
 • 2 tsk Chilikrydd frá Pottagöldrum
 • 2 tsk Eðalsalt frá Pottagöldrum
 • 2 tsk Laukduft frá Pottagöldrum
 • 1 tsk Hvítlauksduft frá Pottagöldrum
 • Smá Cayenna pipar frá Pottagöldrum

Aðferð:

 1. Steikja hakk þar til það er næstum allt tilbúið.
 2. Dreifið texmex kryddinu yfir og blandið vel saman við hakkið og setjið til hliðar. 
 3. Skera paprikuna og púrrulaukinn niður smátt og steikja svo uppúr smjöri þar til alveg mjúkt. Blandið svo hakkinu við og blandið vel saman.
 4. Setjið salsa sósuna og rjómaostinn útá hakkið og blandið því vel saman við þar til það er alveg uppleyst.
 5. Setjið hakkréttinn í eldfastform, stráið ostinum yfir og setjið inn í ofn þar til osturinn er orðinn gylltur.
 6. Borið fram eitt og sér, á LKL brauði (þetta sem er sama og pizzabotninn) eða jafnvel Lágkolvetna tortillum. 

Gott er að toppa með sýrðum rjóma og smá graslauk!

Verði ykkur að góðu!