Hrásalat með grillkjötinu? Smelltu hér!

Tandoori Kjúklingur

Innihald:

 • 700gr úrbeinuð kjúklingalæri
 • 1 stór dós Grísk jógúrt
 • 3 msk majones
 • 4 msk Tandoori krydd frá Pottagöldrum
 • 2 msk Lime safi
 • 2 tsk Himalayan salt
Aðferð:
 1. Setjið kjúklingalærin í skál og hellið limesafanum saman við og veltið þeim vel uppúr safanum.
 2. Hrærið vel saman grískri jógúrt, majonesi, kryddi og salti þar til allt er orðið vel blandað.
 3. Hellið sósunni yfir kjúklinginn, hrærið vel í þar til sósan þekur lærin.
 4. Gott er að leyfa lærunum að liggja í sósunni í nokkra klukkutíma áður en þau eru elduð.
 5. Setjið í eldfastmót og bakið í ofni við 190 gráður á blæstri í 25-30 mínútur.

Gott að bera fram með Naan Brauði og grófum blómkálsgrjónum. Einfaldlega hakka blómkál í matvinnsluvél og hita þau örlítið í örbylgjuofni eða steikja létt á pönnu uppúr smjöri.