Sveppasúpa
Innihald:
- 2 dósir sveppir í dós
- Allur vökvi af sveppum
- 7,5-10dl Laktósafrír rjómi
- 20gr smjör
- 2-3 stk sveppakraftur (eftir smekk)
- 1L Vatn
- 1 tsk Hvítur pipar
- 1/2 tsk Salt
- 1/2 tsk Xanthan gum
Aðferð:
- Setja vatn, rjóma og vökva af sveppum ofan í pott ásamt smjöri og sveppakrafti.
- Þegar suðan er komin upp og allt er uppleyst setjið saltið og piparinn saman við.
- Leyfið súpunni að sjóða á háum hita og hrærið reglulega á milli.
- Setjið Xanthan gum saman við, hrærið vel og leyfið suðunni að halda áfram þar til súpan fer að þykkjast.
- Setjið sveppina saman við og sjóðið áfram. Gott er að skera sveppina niður í smærri bita og jafnvel setja einungis aðra dósina saman við súpuna.
- Smakkið til með salti og hvítum pipar.
Hægt er að gera aspassúpu eins en skipta þá út sveppatening fyrir súputening.