Súper-Salsa
Innihald:
- 250gr nautahakk
- 1 dós 36% sýrður rjómi
- 125gr Hreinn Rjómaostur
- 2 krukkur Hot Taco sósa
- Tex Mex kryddblanda
- 100gr rifinn ostur
Aðferð:
- Steikið hakkið á pönnu og kryddið með Tex Mex kryddblöndunni.
- Smyrjið rjómaost í botninn á eldföstuformi, smyrjið sýrða rjómanum yfir rjómaostinn og dreifið tacosósunni yfir sýrða rjómann.
- Dreifið næst hakkinu jafnt yfir taco sósuna og stráið rifna ostinum yfir.
Berið fram með Guacamole og Tortilla flögum!
Súper einfalt fyrir öll tækifæri!