Súper-Salsa

Innihald:

  • 250gr nautahakk
  • 1 dós 36% sýrður rjómi
  • 125gr Hreinn Rjómaostur
  • 2 krukkur Hot Taco sósa
  • Tex Mex kryddblanda
  • 100gr rifinn ostur

Aðferð:

  1. Steikið hakkið á pönnu og kryddið með Tex Mex kryddblöndunni.
  2. Smyrjið rjómaost í botninn á eldföstuformi, smyrjið sýrða rjómanum yfir rjómaostinn og dreifið tacosósunni yfir sýrða rjómann.
  3. Dreifið næst hakkinu jafnt yfir taco sósuna og stráið rifna ostinum yfir.

Berið fram með Guacamole og Tortilla flögum!

Súper einfalt fyrir öll tækifæri!