Sumarlegt Hrásalat


Innihald:

 • 60gr hvítkál
 • 60gr rauðkál
 • 50gr græn paprika
 • 20gr bláber
 • 1 msk Avocado majones
 • 1 msk 36% sýrður rjómi
 • 1 tsk Krydd lífsins
 • 1/4 tsk sítrónupipar
 • 1 tsk Sukrin Gold sýróp
 • Klípa af Himalayan salti

 Aðferð:

 1. Skerið hvítkálið og rauðkálið niður með rifjárni eða skerið í þunna bita.
 2. Skerið paprikuna og bláberin í smáa bita.
 3. Hrærið majonesinu,sýrða rjómanum og kryddunum saman við grænmetið þar til allt er vel blandað saman.
 4. Leyfið hrásalatinu að standa í örlitla stund áður en borið er fram.
 5. Smakkið til með kryddum ef þarf.

Æðislegt meðlæti með grillkjötinu þetta sumarið ásamt butternut graskeri og piparsósu!