Súkkulaðikaka með Saltkaramellukremi

Innihald:

 • 300gr möndlumjöl
 • 100gr kókoshveiti
 • 175gr Sukrin Gold
 • 125gr Sweet Like Sugar (Good Good)
 • 230gr brætt íslenskt smjör
 • 100gr  ósætt bökunarkakó
 • 6 stk egg
 • 300ml + 2 msk ósæt möndlumjólk
 • 4 tsk vanilludropar
 • 1 tsk Skyndikaffiduft
 • 1/2 tsk Xanthan gum
 • Nokkur Himalayan saltkorn
 • 4 tsk Vínsteinslyftiduft

Saltkaramellusósa:

 • 75gr smjör
 • 150gr Fiber Gold sýróp
 • 350ml rjómi
 • 7 dropar English Toffee steviu dropar
 • 1/2 tsk Himalayan salt(eftir smekk)

Saltkaramellukrem:

 • 230gr Íslenskt smjör
 • 130gr Fínmöluð Good Good sæta
 • 130gr Fínmalað Sukrin Gold
 • 2/3 af Saltkaramellusósu
 • 1/3 af Saltkaramellusósunni notað til að skreyta ofan á.

Aðferð:

 1. Hitið ofn á 190 gráðum með blæstri.
 2. Leysið upp skyndikaffið með 2 msk af möndlumjólk.
 3. Þeytið saman egg, sætu og vanilludropa þar til blandan er orðin létt og ljós. Hellið næst allri möndlumjólkinni og bræddu smjörinu saman við og hrærið vel.
 4. Hrærið saman öllum þurrefnunum og bætið við vökvann smátt og smátt þar til þurrefnin eru öll komin saman við vökvablönduna.
 5. Hrærið vel saman þar til deigið er orðið kekkjalaust.
 6. Skiptið deiginu upp í tvö jafnstór hringlótt form og bakið í 30-35 mínutur.
 7. Leyfið botnunum að kólna alveg áður en smjörkrem er sett á.  
Aðferð saltkaramellusósu og krem
 1. Bræðið smjör og sýróp saman á pönnu og leyfið því að þykkna og dökkna aðeins við hátt hitastig (var með á stillingu nr 8 á keramik)
 2. Lækkið hitann niður örlítið (niður í 6 á keramik), setjið salt og stevíudropa saman við og hrærið vel.
 3. Þegar blandan er orðin örlítið þykk er rjómanum hellt saman við og blandan hrærð vel saman þar til hún er orðin jöfn.
 4. Leyfið blöndunni að malla í sirka 10 mínútur og hrærið reglulega á milli.
 5. Þegar karamellan er orðin að sósu og þekur skeið auðveldlega er hún sett yfir í plast ílát sem þolir mikinn hita (ég notaði sprautubrúsa).
 6. Leyfið karamellusósunni að kólna örlítið.
 7. Á meðan karamellan er að kólna er mjúku smjörinu og sætunni þeytt vel saman.
 8. Á meðan það þeytist saman er sósunni bætt saman við smátt og smátt.
 9. Skreytið kökuna að vild og toppið með rest af karamellusósu.