Súkkulaðibitakökur

Innihald:

 • 120gr Möndlumjöl
 • 50gr kókoshveiti
 • 150gr íslenskt smjör
 • 100gr Sweed like sugar strásæta 
 • 1 egg
 • 1 msk sukrin gold
 • 50gr pekanhnetur (eftir smekk, má sleppa)
 • 1/4 tsk Himalayan salt
 • 1/2 tsk Xantan gum
 • 1 tsk vanilludropar
 • 85-100gr 85% Dark Chocolate súkkulaði frá Cavalier

Aðferð:

Forhita ofninn á 180 gráður án blásturs. Þeyta vel saman mjúkt smjörið og sæturnar. Bæta næst við vanilludropum og egginu og þeyta á hæsta hraða í sirka 20 sekúndur. 
Bæta þurrefnunum saman við með sleif þar til það er orðið að þéttu deigi. 
Skera súkkulaðið í smáa bita og blanda því vel við deigið. 
Skipta deiginu í 12 kúlur, þjappa hverja kúlu í hringlótta smáköku jafnt á smjörpappír í ofnskúffu.
Baka við 180 gráður án blásturs í 10 mín, kveikja svo á blæstri og baka við sama hita á blæstri í 5-8 mín. Fylgjast með þeim, eiga að vera gullinbrúnar. 
Taka svo kökurnar úr ofninum og láta kólna alveg áður en þær eru bornar fram.