Súkkulaði "smámál"

Innihald:
  • 1 prufu pakki Vanillu Nectar protein 23gr 
  • 3 msk kakó (kolvetnasnautt) má vera meira
  • 250ml rjómi
  • 3 matarlímsblöð
  • 3 msk sukrin melis
  • 80ml rjómi
  • 1 egg
  • 2 eggjarauður

Aðferð:
Setja matarlímsblöðin í kalt vatn í nokkrar mín eða þar til þau eru orðin alveg mjúk. Setja eggin í skál ásamt sukrin og kakó og blanda því vel saman með písk. 
Setja 250ml rjómann í aðra skál og þeyta þar til hann er næstum tilbúinn og blanda þá Nectarpróteininu saman við og þeyta þar til tilbúið. 
80ml rjóminn er settur í lítinn pott og hitaður örlítið upp. Taka matarlímsblöðin úr vatninu og kreista allt vatn úr og setja þau í pottinn. Hreyfa við pottinum þar til allt matarlímið er uppleyst og þeirri blöndu hellt saman við súkkulaðiblönduna með handþeytara. 
Súkkulaði blöndunni er svo hellt saman við rjómann og blandað saman varlega með skeið. 

Úr þessu verða þrír til fjórir skammtar.
Gott að borða með ristuðum kókosflögum