Hrásalat með grillkjötinu? Smelltu hér!

Steiktar núðlur með kjúkling, eggjum og grænmeti

Innihald:

 • 700gr úrbeinuð kjúklingalæri
 • 200gr rauð paprika
 • 200gr laukur
 • 300gr hvítkál
 • 100gr Edamame Spaghetti frá Slendier
 • 100gr Blackbean Spaghetti frá Slendier
 • 70 ml soya sósa (velja kolvetna minnstu) 
 • 6 egg
 • 2 tsk Hvítlauksduft frá Pottagöldrum
 • Töfrakrydd frá Pottagöldrum (eftir smekk) 
 • Smá Engiferduft frá Pottagöldrum
 • Eðalsalt frá Pottagöldrum eftir smekk
 • Acocado olía til steikingar

Aðferð:
Skera niður hvítkál og lauk í strimla og papriku í grófa bita. 
Steikja lauk og papriku saman á pönnu uppúr avocado olíu, krydda það örlítið með salti, töfrakryddi og einni lítilli klípu af engifer og setja smá af soya sósunni með. Steikja þar til þetta verður orðið mjúkt. Setja í skál og geyma. 
Steikja næst hvítkálið uppúr avocado olíu og salta örlítið, steikja það þar til það verður hálfmjúkt. Setja í skál og geyma. 
Skera næst niður kjukling í litla bita, krydda með töfrakryddi og hvítlauksdufti, steikja svo uppúr avocado olíu þar til kjúklingurinn er eldaður alveg í gegn. 
Á sér pönnu eru eggin létt hrærð saman og steikt þannig að það verður eins og eggjahræra. Steikja mjög vel og salta örlítið. 
Sjóða spaghetti-ið uppúr vatni með örlítið af soyasósu og salti útí í þann tíma sem segir á pakkanum. 
Á meðan spaghetti-ið er að sjóða er öllum hráefnum (hvítkáli, eggjum, papriku og lauk) blandað saman við kjúklinginn og restinni af soya-sósunni hellt útá og hrært allt mjög vel saman. 
Hella öllum safa af og steikja á háum hita í smá stund, passa að það brenni ekki. 
Í lokinn er spaghetti-inu blandað vel saman við.