Spínat Kjöthleifur

Innihald: 

 • 900gr Nautahakk
 • 2 egg
 • 4 msk hörfræmjöl
 • 40gr blaðlaukur
 • 50gr græn paprika
 • 3 msk Töfrakrydd frá Pottagöldrum
 • 1 msk Kjúklingakrydd
 • 2 fullar lúkur af fersku spínati
 • 1/4 tsk Himalayan salt
 • Avocado olía
 • 50gr rifinn ostur (til að setja ofan á)

Paprikusósa:

 • 1 stk paprikuostur
 • 200ml rjómi
 • c.a. 100ml soð af kjöthleif
 • 1 stk nautakraftur

Aðferð:

Setja öll hráednin í skál fyrir utan krydd og hnoða vel saman. Bæta síðast við kryddum og hnoða aftur vel þar til allt kryddið hefur blandast vel saman við. 

Setja Avocado olíu í botninn á eldföstu móti og þjappa kjötinu jafnt í allt formið. 

Elda inní ofni á 200 gráðum með blæstri í 25 mínútur. Hella soði af kjötinu í pott og strá rifnum osti yfir og elda kjöthleifinn áfram í 10 mínútur, eða þar til rifni osturinn er allur bráðinn. 

Á meðan kjöthleifurinn er inní ofni þessar síðustu mínútur er sósan hrærð saman. Leysa upp allan ostinn og kraftinn með rjómanum og soðinu. 

Gott að hafa með þessu ferskt salat og Paprikusósu