Spænsk Ommiletta

 

Innihald:

 • 300gr Fennel (sirka 1 stór)
 • 1 laukur
 • 6 egg
 • 2 msk Íslenskt smjör
 • 1 tsk Himalayan salt
 • 1 tsk Laukduft frá Pottagöldrum
 • 2 tsk Fínmalaður Svartur pipar frá Pottagöldrum

Aðferð:

 1. Skerið fennelið í þunnar sneiðar og síðan í grófa bita.
 2. Skerið laukinn í strimla.
 3. Hitið smjör á pönnu og steikið laukinn og fennelið við 3/4 hita þar til það er orðið mjög mjúkt.
 4. Hrærið vel saman eggjunum ásamt salti og pipar.
 5. Hellið eggjunum jafnt yfir fennelið á pönnunni og leyfið því að malla og bakast í gegn á miðlungs hita.

Uppskriftin gerir sirka 6 skammta.