Smjörbráð með lauk og hvítkáli

Innihald:

  • 300gr Hvítkál
  • 1 meðalstór laukur
  • 100gr Íslenskt Smjör
  • 50ml Avocado olía

Aðferð:

Hita smjör á djúpri pönnu eða í potti, skera laukinn í grófa strimla og steikja uppúr smjörinu þar til hann er orðinn mjúkur. Hrærið reglulega í lauknum á milli. Skerið hvítkálið í strimla og blandið saman við laukinn. Hitið á næst hæsta hita þar til hvítkálið er orðið mjúkt. Hellið avocado olíunni saman við í lokinn og lækkið hitan til helminga og látið malla í örlitla stund. 

Mjög gott meðlæti með soðnum fisk. Toppa svo með Græna Herbamare kryddinu.