Hrásalat með grillkjötinu? Smelltu hér!

Smábrauð

Innihald:

 • 110gr kókoshveiti
 • 5 egg
 • 2 msk Hörfræmjöl
 • 4 msk Psyllium Husk duft
 • 1 msk Vínsteinslyftiduft
 • 2 msk Eplaedik
 • 1 tsk Hvítlauksduft frá Pottagöldrum
 • 1 tsk Basilika frá Pottagöldrum
 • 120ml sjóðandi heitt vatn
 • 2 msk extra virgin ólífuolía
 • 1/2 tsk Himalayan salt

Aðferð:

Aðskiljið eggjahvítur frá eggjarauðum og stífþeytið eggjahvíturnar þar til þær eru orðnar stífar.

Blandið saman öllum þurrefnum í annari skál og hrærið vel.

Hellið olíunni og eplaedikinu saman við eggjarauðurnar og hrærið vel.

Blandið þurrefnunum varlega saman við eggjahvíturnar og passið að það myndast ekki kekkir.

Hellið næst eggjarauðu blöndunni saman við og  hrærið vel.

Í lokin er sjóðandi heitu vatninu hellt saman við og hnoðið deigið örlítið í hrærivél. Vatnið á að vera sjóðandi heitt.

Hnoðið næst deigið örlítið í höndunum, skiptið deiginu upp í fjóra parta og myndið lengjur úr hverju deigi. Skerið grunnar línur í hvert brauð.

Bakið við 180 gráðu hita á blæstri í 40 mínútur, slökkvið á ofninum og leyfið brauðinu að kólna í ofninum.

Einnig er hægt er að skipta deiginu upp í tvo parta (hafa stærra brauð) en ég mæli þá með að lengja bökunartímann.

Gott brauð með áleggi, með súpu eða sem langlokubrauð.