Skyrkaka með ristuðum möndlubotni

Innihald:

Botn:

 • 200gr ristaðar möndlur
 • 30gr möndlumjöl
 • 30gr kókosmjöl
 • 50gr sukrin gold
 • 2 msk kakó
 • 90gr brætt smjör
 • 1 tsk vanilludropar
 • Nokkur Himalayan saltkorn

Fylling:

 • 300gr  Ísey Crème brulee skyr 
 • 200gr Mascarpone rjómaostur
 • 300ml rjómi
 • 2 msk fínmöluð sæta
 • 2 tsk vanilludropar
 • 2 matarlímsblöð
 • 40gr sykurlaust súkkulaði (ég notaði Lily’s Sweets Caramelized súkkulaði, fæst á Iherb)

Aðferð:

 1. Setjið möndlur á ofnskúffu með smjörpappír og hitið þær í ofni á 200 gráðum  með blæstri í 15-20 mín. Gott að velta þeim örlítið um á 5 mín fresti.
 2. Takið þær út og leyfið þeim að kólna.
 3. Setjið möndlurnar í matvinnsluvél og hakkið þær gróflega.
 4. Bræðið smjörið þar til það verður að vökva.
 5. Setjið öll hráefni botnsins saman með möndlunum í matvinnsluvél þar til það er orðið að þéttu mauki.
 6. Þrýstið deiginu í botninn á hringlóttu formi, hafið kantana aðeins hærri og slétt inn að miðju.
 7. Frystið botninn á meðan blandað er í fyllinguna.
 8. Setjið matarlímsblöðin í skál og leggið í bleyti þar til þau eru orðin mjúk.
 9. Þeytið 250ml af rjómanum þar til hann er tilbúinn og leggið hann til hliðar. Þeytið saman rjómaostinn, skyrið og vanilludropa vel saman þar til blandan er orðin slétt.
 10. Hrærið rjómanum saman við blönduna á samt fínmöluðu sætunni.
 11. Skerið súkkulaðið niður í einskonar spæni eða fína bita og blandið vel saman við.
 12. Hitið 50ml af rjóma örlítið, kreistið vatnið af matarlímsblöðunum og bræðið í heitum rjómanum. Hellið því svo saman við fyllinguna og hrærið vel.
 13. Hellið fyllingunni yfir frosinn botninn og sléttið vel úr henni.
 14. Geymið í kæli í minnst 3 klst áður en hún er borin fram. Hún er best daginn eftir!
 15. Gott að bera fram með sykurlausri karamellusósu, bláberjum og Daim karamellukurli.

Karamellan sem varð að Daim: