Skúffukaka

Innihald:

 • 100 g Kókoshveiti
 • 70 g Hreint Kakó
 • 1 tsk Matarsódi frá Pottagöldrum
 • 1 tsk Vínsteinslyftiduft
 • 80gr sukrin gold
 • 80gr Good Good sæta
 • 6 egg
 • 160 g Majones
 • 250 ml vatn
 • 1/2 msk skyndikaffi

Krem:

 • 250gr mjúkt Íslenskt smjör (gráa)
 • 100gr fínmalað Sukrin Gold
 • 20ml rjómi
 • 4 msk kakó
 • 1 tsk skyndikaffi (má nota 1 msk sterkt kaffi í staðinn)
 • 3 dropar English Toffee Steviu dropar
 • 1 tsk vanilludropar

Aðferð:

 1. Þeytið egg og sætu saman í 3-5 mín.
 2. Bætið mæjonesi við og þeytið áfram.
 3. Blandið þurrefnum saman í skál, bætið svo vatninu og þurrefnum til skiptis við eggjablönduna.
 4. Smyrjið skúffukökuform og hellið deiginu í. Bakið á 180°C á blæstri í 30 mín.

Krem:

 1. Fínmalið Sukrin Gold í blandara eða matvinnsluvél þar til það er orðið eins og duft.
 2. Þeytið smjörið í hrærivél ásamt vanilludropum og stevíu dropum.
 3. Hrærið kakóinu saman við fínmöluðu sætuna og þeytið saman við smjörið.
 4. Hrærið saman rjóma og skyndikaffi þar til allt kaffið er uppleyst. Hellið rjómanum saman við smjörkremið og þeytið vel.
 5. Notið sleif til þess að hræra kremið betur saman.

Botninn á kökunni er uppskrift frá henni Maríu Kristu hjá Systrum og Mökum. Uppskriftin er birt með leyfi frá henni. 

Fyrir þá sem ekki eiga uppskriftaspjöldin frá henni þá mæli ég eindregið  með að kíkja hér: 

https://systurogmakar.is/collections/matvara/products/s-m-uppskriftaspjold-kristu-pakki-5 

Upprunalegu uppskriftina er m.a. að finna í Uppskriftapakka nr 5.