Saltkjöt og Blómkál!

Innihald:

 • 1 heill blómkálshaus (ca 500gr)
 • 4 stk saltkjötsbitar
 • 2L vatn
 • 1 grænmetiskraftur
 • 1/2 kjúklingakraftur
 • 100gr smjör
 • 150ml rjómi
 • 100gr rjómaostur
 • 100gr kúrbítur
 • 1 laukur
 • 2 hvítlauksgeirar
 • 1 sellerístöng
 • 2 msk avocadoolía
 • 1/2 tsk Timian frá Pottagöldrum
 • 1/2 tsk Hvítur pipar frá Pottagöldrum
 • Nokkur Himalayan saltkorn
 • Svartur Pipar frá Pottagöldrum eftir smekk

Aðferð:

Skerið blómkalið í grófa bita og setja í stórann pott ásamt vatni. Myljið teninga útí vatnið ásamt avocado olíu og himalayan salti.

Sjóðið blómkálið við háan hita. Þegar suðan er komin upp er hitinn lækkaður örlítið og eru saltkjötsbitarnir settir ofan í og soðið með þar til blómkálið er orðið mjúkt.

Á meðan blómkálið og kjötið er að sjóða, skerið grænmetið í smáa bita og steikja það uppúr smjöri ásamt kryddum þar til það er orðið mjúkt. Bætið rjómaosti og rjóma saman við og hrærið vel þar til rjómaosturinn er uppleystur.

Hellið því svo næst saman við blómkálið og leyfið suðunni að koma upp, smakkið til með kryddum, salti og pipar.

Gott er að veiða kjötið uppúr þegar það er búið að sjóða og hakka súpuna með töfrasprota þar til súpan er alveg slétt.