Saltkaramellukrem
Innihald:
Saltkaramellusósa:
- 75gr smjör
- 150gr Fiber Gold sýróp
- 350ml rjómi
- 7 dropar English Toffee steviu dropar
- 1/2 tsk Himalayan salt(eftir smekk)
Saltkaramellukrem:
- 280gr Íslenskt smjör
- 130gr Fínmöluð Good Good sæta
- 130gr Fínmalað Sukrin Gold
- 2/3 af Saltkaramellusósu
Aðferð saltkaramellusósu og krem
- Bræðið smjör og sýróp saman á pönnu og leyfið því að þykkna og dökkna aðeins við hátt hitastig (var með á stillingu nr 8 á keramik)
- Lækkið hitann niður örlítið (niður í 6 á keramik), setjið salt og stevíudropa saman við og hrærið vel.
- Þegar blandan er orðin örlítið þykk er rjómanum hellt saman við og blandan hrærð vel saman þar til hún er orðin jöfn.
- Leyfið blöndunni að malla í sirka 10 mínútur og hrærið reglulega á milli.
- Þegar karamellan er orðin að sósu og þekur skeið auðveldlega er hún sett yfir í plast ílát sem þolir mikinn hita (ég notaði sprautubrúsa).
- Leyfið karamellusósunni að kólna.
- Á meðan karamellan er að kólna er smjörið þeytt vel, passa að smjörið sé vel mjúkt.
- Bætið fínmöluðu sætunum varlega saman við á meðan það þeytist á miklum hraða.
- Kremið ætti að vera létt og ljóst.
- Passa verður að karamellan sé ekki heit þegar henni er blandað saman við smjörkremið smátt og smátt.
Gott er að nota þetta krem á bæði brúna köku og muffins. Afgangs krem er gott að geyma til að setja á Ketó Bollakökur eða sem fitubombur.