Sætar Pekanhnetur

Innihald:

 • 200gr Pekanhnetur
 • 30gr íslenskt smjör (þetta gráa)
 • 1 eggjahvíta
 • 1 tsk vanilludropar
 • 1/2 dl Sukrin Gold
 • 2 tsk Kanill frá Pottagöldrum
 • 1 msk Fiber Gold sýróp (eða Good Good Sýróp)
 • Smá Himalayan salt

Aðferð:

 1. Bræðið smjör á pönnu á miðlungshita og hellið pekanhnetunum saman við þegar allt smjörið er bráðið.
 2. Á meðan pekan hneturnar hitna er eggjahvítu, salti og vanilludropum þeytt saman með písk þar til það myndast froða.
 3. Hrærið örlítið í pekanhnetunum.
 4. Næst er sukrin gold, kanil og sýrópi hrært varlega saman við.
 5. Hækkið hitann í næst hæsta hita, hellið blöndunni saman við pekanhneturnar og dreifið vel úr því.
 6. Passið að brenna ekki hneturnar eða blönduna. Hrærið vel í hnetunum þar til blandan hefur náð að þekja allar hneturnar og blandan er byrjuð að dökkna.
 7. Næst eru hneturnar settar á ofnplötu klædda smjörpappír, dreifið vel úr þeim svo þær festist ekki saman og baka þær við 200 gráður á blæstri í sirka 10-15 mínútur.
 8. Fylgist vel með síðustu 5 mínúturnar að hneturnar brenni ekki við.
 9. Takið hneturnar úr ofninum, fjarlægið af ofnplötunni og leyfið þeim að kólna.

Ótrúlega gott sem millimál eða nammi!