Sætaðir Sveppir með rauðlauk

Innihald: 
  • 250gr sveppir
  • 1 rauðlaukur
  • 1-2 msk Sukrin Gold
  • 50gr smjör

Aðferð:

  1. Skera sveppina og rauðlaukinn niður í litla bita.
  2. Hita smjörið upp áður en rauðlaukurinn er settur á pönnuna.
  3. Rauðlaukurinn steiktur uppúr smjörinu þar til hann er orðin þokkalega mjúkur og þá eru sveppirnir blandaðir vel saman við.
  4. Steikið rauðlaukinn og sveppina vel eða þar til sveppirnir eru farnir að brúnast nokkuð vel. Þá er Sukrin Gold stráð jafnt yfir allt og hrærið vel í blöndunni á háum hita þar til þetta verður nokkuð klístrað. 

Rosalega gott meðlæti með td. Lambasteikinni. Kemur í stað rabbabarasultu hjá mér.