Rabbabarasulta

Innihald:

 • 1kg rabbabari (hreinsaður og niður skorinn)
 • 300gr Good Good sæta
 • 100gr Sukrin Gold
 • 3 msk Fiber Gold Sýróp

Aðferð:

 1. Hrærið rabbabara og sætuefnum saman í stórum potti.
 2. Stillið hitann aðeins yfir meðalhita (er með keramik helluborð stilling 7).
 3. Hrærið reglulega í þar til suðan kemur upp og aðeins farið að malla í blöndunni.
 4. Lækkið hitann undir meðalhita (stilling 3).
 5. Hrærið reglulega í blöndunni í 10 mínútur.
 6. Lækkið hitann niður í næst lægsta (stilling 2) og leyfið sultunni að malla í 40 mínútur.
 7. Hrærið reglulega í sultunni á milli.