Queso-Ostasósa
Innihald:
- 120gr Cheddar ostur
- 160gr Hreinn Rjómaostur
- 100ml Hot Taco sósa frá Santa Maria
- 1 tsk Piri Piri krydd frá Pottagöldrum
- Himalayan salt eftir smekk
Aðferð:
- Bræðið rjómaostinn í potti á háum hita.
- Rífið cheddar ostinn og setjið cheddar ostinn saman við og hrærið þar til hann er alveg uppleystur.
- Hellið Taco sósunni saman við og hrærið vel.
- Kryddið og saltið eftir smekk
Sósa sem klikkar ekki með Mexíkóska matnum, frábær ídýfa fyrir Tortilla flögur!