Queso-Ostasósa

Innihald:

  • 120gr Cheddar ostur
  • 160gr Hreinn Rjómaostur
  • 100ml Hot Taco sósa frá Santa Maria
  • 1 tsk Piri Piri krydd frá Pottagöldrum
  • Himalayan salt eftir smekk

Aðferð:

  1. Bræðið rjómaostinn í potti á háum hita.
  2. Rífið cheddar ostinn og setjið cheddar ostinn saman við og hrærið þar til hann er alveg uppleystur.
  3. Hellið Taco sósunni saman við og hrærið vel.
  4. Kryddið og saltið eftir smekk

Sósa sem klikkar ekki með Mexíkóska matnum, frábær ídýfa fyrir Tortilla flögur!