Pulsubrauð

Innihald:

  •  4 stór egg
  • 45 gr Hörfræmjöl (Golden Flaxseed meal)
  • 1/2 tsk Psyllium husk powder
  • 1 tsk Vínsteinslyftiduft
  • 80gr mjúkur rjómaostur
  • 1/4 tsk Himalayan salt

Aðferð:

Aðskilja eggjahvítur frá eggja rauðum, setja eggjahvítur í hrærivélaskál og eggjarauður í aðra skál. Setjið lyftiduft og salt í eggjahvíturnar  og stífþeytið eggjahvíturnar þar til það byrja að myndast toppar.

Blandið mýktum rjómaosti, huski og hörfræmjöli saman við eggjarauðurnar og blandið vel saman við. Blandið eggjarauðublöndunni varlega saman við stífþeyttu eggjahvíturnar og reynið að halda sem mestu lofti í deiginu.

Dreifið deiginu á smjörpappír (sirka 20 cm á lengd, 10 cm breidd). Deigið gerir sirka 5-6 stk af brauði. 

Mjög gott að nota brauðin sem samlokubrauð líka.