Poppað ostasnakk

Innihald:

  • 150gr Kryddaður Havarti ostur (eða annar góður fitumikill ostur)

Aðferð:
Forhita ofninn við 100 gráður án blásturs. Skera ostinn í ca 1x1cm teninga og dreifa þeim á bökunarpappír með góðu bili á milli. 
Setja ostinn inn og hita hann í 60 mínútur, kveikja á blæstri og hækka hitann upp í 140 gráður og baka ostinn í 20-30 mínútur í viðbót. Ég segi hér 20-30 mín því ofnar eru misjafnir, mæli með að fylgjast með síðustu 10 mín af tímanum.
Taka svo út og leyfa þessu að kólna.