Pizzabotn
Innihald:
- 200gr rifinn mozzarella ostur
- 100gr möndlumjöl
- 100gr hreinn rjómaostur
- 50gr papriku smurostur
- 40gr rifinn parmesan ostur
- 2 msk Heitt Pizzakrydd frá Pottagöldrum
- 2 tsk Vínsteinslyftiduft
- 1 msk Psyllium Husk duft
- 1 stórt egg
Aðferð:
- Setja rifinn ost, parmesan, smurostinn og rjómaostinn saman í örbylgjuþolna skál og hita í örbylgju í sirka 2 mínútur.
- Gott er að hræra í blöndunni á milli.
- Þegar osturinn er vel bráðinn, blanda þá þurrefnum saman við og hnoða vel með skeið eða fingrunum (osturinn getur verið mjög heitur).
- Bætið egginu saman við og hnoðið þar til það er búið að sameinast deiginu.
- Skiptið deiginu upp í tvennt og myndið tvo sirka 12 tommu pizzabotna á smjörpappír.
- Bakið botnana við 200 gráður með blæstri í 10 mínútur. Stingið í botnana hér og þar með gaffli.
- Þegar botninn er farinn að brúnast örlítið takið botnana út, setjið álegg á og bakið á sama hita en með blæstri í 15-20 mínútur eða þar til osturinn er orðinn gullin brúnn.
- Einnig gott að gera hvítlauksbrauð úr botninum. Mæli þá með að nota Ítalska Hvítlauksblöndu frá Pottagöldrum og Hvítlaukssmjör. Hvítlaukssmjörið er smurt á botinn eftir að það er búið að baka hann í um 10 mín. Gott er að skera hvítlauk niður mjög smátt, dreifa jafnt yfir botninn, strá örlitlu hvítlaukssalti yfir og toppa með rifnum osti.