Piri Piri Kjúklingalundir í raspi

Innihald:

 • 500gr kjúklingalundir
 • 50ml Portúgölsk Piri Piri kryddolía frá Pottagöldrum
 • 1 egg
 • 3 tsk Habanero 18% sýrður rjómi (má nota venjulegan)
 • 100gr Íslenskt smjör

Rasp:

 • 120gr möndlumjöl
 • 30gr Parmesan ostur (fínmalaður)
 • 2/3 tsk Himalayan salt
 • 1 tsk Piri Piri krydd frá Pottagöldrum
 • 1/2 tsk Töfrakrydd frá Pottagöldrum
 • 1 tsk Paprikukrydd frá Pottagöldrum

Aðferð:

 1. Hitið ofninn á 190 gráður með blæstri.
 2. Hellið kryddolíunni yfir kjúklinginn og leyfið kjúklingnum að marinerast í olíunni á meðan allt er undirbúið.
 3. Hrærið vel saman öllum þurrefnum í raspinn saman í skál.
 4. Hrærið vel saman egg og sýrðan rjóma.
 5. Veltið kjúklingalundunum (einni í einu) uppúr eggjablöndunni og velta henni strax vel uppúr raspinum þannig að það þekji alla lundina.
 6. Bræðið smjör á pönnu við miðlungshita, steikið lundirnar á báðum hliðum þar til þær eru orðnar örlítið gullinbrúnar.
 7. Setjið í eldfastform og hitið inní ofni í 10-15 mínútur.
 8. Berið fram með sósu að eigin vali og ljúffengu hrásalati sem rífur örlítið í.