Pekankaramellustykki

Botn:

 • 100gr möndlumjöl
 • 85gr kókoshveiti
 • 60gr mjúkt  smjör (ekki brætt)
 • 40gr fínmöluð sæta
 • 1 tsk Xanthan Gum
 • 1 egg
 • 1 tsk vanilludropar
 • 1/4 tsk Himalayan salt

Toppur:

 • 100gr smjör
 • 130gr Sukrin Gold
 • 30 ml rjómi
 •  1 tsk Xanthan Gum
 • 1 tsk vanilludropar
 • 1/4 tsk Himalayan salt
 • 250 gr muldar pekanhnetur
 • 80gr sykurlaust og kolvetnasnautt súkkulaði (ég notaði Lily's Sweets Extra Dark súkkulaði)
 • 10gr smjör

Aðferð:

Setja öll þurrefnin í botninn saman í matvinnsluvél, hræra örstutt og bæta þá við smjörinu á meðan matvinnsluvélin er í gangi. Síðast setjið þið eggið og vanilludropana saman við  og látið blandast vel saman, eða þar til það verður að þéttu deigi.

Setjið smjörpappír í botn á hringlóttu (eða ferhyrndu) 20-25cm eldföstu formi og þrýstið deiginu jafnt í formið með fingrunum og flötum lófa.

Bakið deigið í 15 mínútur  við 160 gráðu hita með blæstri. Gott að stinga í deigið með gaffli á nokkrum stöðum inn í miðjum bökunartíma.

Á meðan botninn bakast er Toppurinn undirbúinn.

Bræðið saman smjör og Sukrin Gold þar til allt hefur verið leyst upp og blandan er farin að lyftast og mynda loftbólur. Bætið þá við vanilludropum, salti, Xanthan Gum og rjóma og leyfið suðunni að koma upp aftur og leyfa karamellunni að þykkna vel. Haldið hita á blöndunni á meðan pekanhneturnar eru muldar niður í smáa bita.

Takið botninn úr ofninum, stingið í botninn aftur með gaffli, hellið smá af karamellunni á botninn, dreifið pekanhnetunum jafnt yfir og hellið að lokum restinni af karamellunni jafnt yfir, setjið aftur inní ofn og bakið í 20 mínútur.

Eftir bökunartímann er gott að taka stykkið úr forminu með smjörpappírnum, leggja á disk og setja inn í frysti í 10-15 mínútur eða þar til að þetta er orðið vel kælt.

Bræðið súkkulaðið með 10 gr af smjöri í örbylgjuofni (eða vatnsbaði) og hrærið vel þar til allt súkkulaðið er bráðið.  Þegar bakan hefur kólnað hellið súkkulaðinu vel og jafnt yfir alla bökuna.

Skerið í hæfilega stór stykki og berið fram með þeyttum rjóma.

Já eða bara til þess að taka með sem eftirrétt  í nesti!