Ostasalat

Innihald:
  • 80gr græn paprika
  • 80gr rauð paprika
  • 25gr blaðlaukur
  • 100gr rauð vínber (má sleppa og hafa td. brómber eða bláber í staðinn)
  • 1 mexíkó ostur
  • 1 hvítlauksostur
  • 1 dós 18% sýrður rjómi
  • 60gr majones

 
Aðferð:
Skera paprikur, blaðlauk, vínber og osta í smáa bita.

   

  
Blanda saman við sýrðum rjóma og majonesi þannig að allt er vel blandað saman.
Látið salatið standa í ísskáp í minnst 30 mínútur áður en það er borið fram.
Hrærið vel í salatinu áður en þið njótið!