Ostakex
Innihald:
- 100gr Rifinn ostur
- 40gr möndlumjöl
- 25gr camembert smurostur
- 15gr parmesan ostur
- 1 msk Töfrakrydd
- 1 tsk paprikukrydd
Aðferð:
Allt hráefnið, nema smurosturinn, er sett saman í skál og hrært vel.
Smurosturinn er settur efst á blönduna og blandan hituð inní örbylgjuofni
Í 2 & 1/2 mínútu.
Hnoða blönduna saman með skeið þar til allt er vel blandað
saman og orðið að þéttu deigi.
Fletja út á milli tveggja smjörpappíra þar til deigið er sirka 1 mm þykkt, ekki örþunnt.
Skera með pizza hníf í ferhyrninga eða nota piparkökumót til að móta fyrir kex.
Hita við 170 gráður án blásturs í 10 mínútur, kveikja svo á blæstri í 3 mínútur. Samtals 13 mínútur í ofni.
Hver ofn er misjafn svo ég mæli með að fylgjast með síðustu 3 mínúturnar.
Taka út og láta kólna áður en það er borið fram. Uppskriftin gerir sirka 50 stk.