Hrásalat með grillkjötinu? Smelltu hér!

Ostabrauðstangir með hvítlauk

Innihald:

 • 45gr kókoshveiti
 • 4 egg
 • 1 tsk vínsteinslyftiduft
 • 70gr íslenskt smjör
 • 120gr rifinn mozzarella
 • 30gr parmesanostur
 • 30gr hreinn rjómaostur
 • 1 tsk Ítölsk Hvítlauksblanda frá Pottagöldrum
 • 1/2 tsk Hvítlauksduft frá Pottagöldrum
 • Smá Himalayan salt
 • Smá Ekta-Hvítlaukssalt frá Pottagöldrum til að toppa
 • 1 msk smjör til að smyrja formið
 • Rifinn ostur eftir smekk

Aðferð:

 1. Bræðið smjör og kælið í ísskáp í sirka 5 mínútur.
 2. Blandið öllum þurrefnum saman í skál og setjið rest af hráefnum saman við og hrærið vel.
 3. Smyrjið eldfastform (sirka 15x20cm) með 1 msk af smjöri og þrýstið deiginu jafnt í allt formið.
 4. Stráið rifnum osti yfir deigið og stráið Hvítlauksblöndu og hvítlaukssalti létt yfir.
 5. Bakið á 200 gráðum með blæstri í 15 mínútur, takið brauðið út og skerið í þverlangar sneiðar með pizzaskera. Setjið aftur inn í ofn og bakið í aðrar 15 mínútur.

Njótið með sykurlausri pizzasósu og parmesanosti.