Oopsie Brauð

Innihald:

  • 3 egg
  • 100gr rjómaostur/smurostur
  • 1/2 msk Husk
  • 1/2 tsk Vínsteinslyftiduft
  • Nokkur Himalayan saltkorn

Aðferð:

Aðskiljið eggin, eggjahvítur í hrærivélaskál og rauðuna í aðra skál.

Þeytið eggjahvíturnar þar til það myndast smá froða, setjið salt og lyftiduft saman við og stífþeytið hvíturnar. 

Blandið saman eggjarauðunum og rjómaosti/smurosti vel saman þar til allir kekkir eru uppleystir, best að nota handþeytara til þess. Hrærið svo huskið saman við varlega og passið að það myndast ekki kekkir, annars er gott að leysa kekkina upp með gaffli eða örstytt með handþeytara. 

Blandið svo eggjarauðublöndunni strax varlega saman við eggjahvíturnar.

Skiptið deiginu upp í jafna parta á smjörpappír og bakið við 160 gráðu hita í 20-25 mín, eða þar til þau verða gullin brún. 

Hægt er að nota þessi brauð í allavega tilefni.