Ofnbökuð kjúklingalæri með Grænkálspestó

Innihald:

 • 700gr kjúklingalæri
 • 130gr skarlottu laukur
 • 180gr rauð paprika
 • 2 msk Töfrakrydd frá Pottagöldrum
 • 20 ml Avocado olía
 • Eðal Salt og Svartur Pipar frá Pottagöldrum eftir smekk

Grænkálspestó:

 • 90gr Hakkað grænkál (frosið)
 • 90gr fetaostur í kryddolíu (sigta frá olíu) 
 • 2 msk olía af fetaosti
 • 40gr macadamiu hnetur
 • 3 hvítlauksgeirar
 • 1 msk sítrónusafi
 • 30ml ólífu olía
 • 30ml avocado olía
 • Eðal Salt og Svartur Pipar frá Pottagöldrum eftir smekk

Aðferð: 

Setja kjúklingalærin í eldfastmót og krydda með salti, pipar og töfrakryddi. Hellið avocadoolíunni saman við og veltið lærunum til þangað til kryddið og olían er jafnt yfir öllu. Saltið og piprið eftir smekk.

Ef þið notið frosið hakkað grænkál, afþýðið og kreistið mest allan vökva úr grænkálinu. Setjið öll hráefni í pestó í blandara eða matvinnsluvél þar til það er orðið slétt. Smakkið til með salti og pipar

Skerið skarlottulauk og papriku í grófa bita og veltið því með kjúklingalærunum. Setjið í lokin pestóið yfir og blandið því saman við lærin og grænmetið.  

Eldið við 200 gráður á blæstri í 25-30 mínútur. 

Mæli með þessu meðlæti:

Ofnbakaðir hvítkálsstrimlar með örlítilli avocado olíu, salti og pipar. Setja á ofnplötu með smjörpappír og hita í ofni með kjúklingnum í sirka 10 mínútur.