Nautapottréttur

Innihald:

 • 800gr nautagúllas
 • 1 rauð paprika
 • 1 laukur
 • 2 msk smjör
 • 4 hvítlauksgeirar
 • 1 & 1/2 msk Töfrakrydd frá Pottagöldrum
 • 1 msk Arabískar nætur frá Pottagöldrum
 • 1 tsk Reykt paprika frá Pottagöldrum
 • 100gr papriku smurostur
 • 125gr hreinn rjómaostur
 • 125gr Rjómaostur með svörtum pipar
 • 50-60ml rjómi
 • 1 nautakraftur
 • 1/2 tsk xanthan gum

Aðferð:

 1. Skerið papriku, lauk og hvítlauk mjög smátt.
 2. Bræðið smjör á pönnu og steikið laukana og paprikuna þar til það er orðið mjúkt.
 3. Skerið kjötið í smáa bita, kryddið og steikið með lauknum og paprikunni.
 4. Þegar kjötið er farið að brúnast, setjið ostana útá pönnuna og leyfið þeim að leysast upp ásamt rjómanum.
 5. Myljið nautakraftinn saman við og hrærið vel.
 6. Stráið Xanthan Gum yfir allt og hrærið vel.
 7. Leyfið réttnum að malla í 10 mínútur þar til sósan þykknar.

Berið fram með gómsætri Blómkálsmús