Hrásalat með grillkjötinu? Smelltu hér!

Nautapottréttur

Innihald:

 • 800gr nautagúllas eða annað nautakjöt
 • 1 rauð paprika
 • 1 laukur
 • 150gr Kúrbítur
 • 3 stórir sveppir
 • 2 msk smjör
 • 4 hvítlauksgeirar
 • 1 & 1/2 msk Töfrakrydd frá Pottagöldrum
 • 1 msk Arabískar nætur frá Pottagöldrum
 • 1 tsk Reykt paprika frá Pottagöldrum
 • 1 tsk Túrmerik frá Pottagöldrum
 • 100gr papriku smurostur (má sleppa)
 • 125gr hreinn rjómaostur
 • 125gr Rjómaostur með svörtum pipar
 • 50-60ml rjómi
 • 1 nautakraftur

Aðferð:

 1. Skerið papriku, lauk og hvítlauk mjög smátt. 
 2. Skerið næst kúrbít og sveppi í grófa bita.
 3. Bræðið smjör á pönnu og steikið laukana fyrst og síðast paprikuna, kúrbítinn og sveppina þar til það er orðið mjúkt.
 4. Skerið kjötið í smáa bita, kryddið og steikið með grænmetinu.
 5. Þegar kjötið er farið að brúnast, setjið ostana útá pönnuna og leyfið þeim að leysast upp ásamt rjómanum.
 6. Myljið nautakraftinn saman við og hrærið vel.
 7. Leyfið réttnum að malla í 10 mínútur þar til sósan þykknar.

Pottrétturinn er sterkur, ef þið viljið mildari útgáfuna þá mæli ég með að minnka Arabískar nætur kryddið og hafa meira Töfrakrydd. Ásamt því að skipta svörtum pipar rjómaostnum fyrir annan.

Berið fram með gómsætri Blómkálsmús