Nautapinnar að hætti Eiginmannsins

Innihald:

 • 500gr nautagúllas
 • 1 laukur
 • 50ml extra virgin ólífuolía
 • 2 stilkar fersk steinselja
 • 2 stilkar ferkur kóríander
 • 1 msk Paprikukrydd frá Pottagöldrum
 • 1 tsk Túrmerik frá Pottagöldrum
 • 1 tsk Tandoori frá Pottagöldrum
 • 1/2 tsk Eðal-Hvítlaukssalt frá Pottagöldrum
 • Örlítið Himalayan salt
 • Grillpinnar 

Sósa:

 • 250ml rjómi
 • 1/2 piparostur
 • 1/2 grænmetisteningur
 • 1/2 tsk Eðal-Hvítlaukssalt frá Pottagöldrum
 • Rest af lauk úr nautakjötsmarineringu

Aðferð:

 1. Skera lauk í mjög smáa bita.
 2. Setjið kjöt og lauk saman í skál og hellið olíu saman við.
 3. Hrærið næst saman öllum kryddum,setjið saman við kjötið og hrærið vel.
 4. Leyfið þessu að marinerast í a.m.k. Klukkustund
 5. Raðið kjötinu á grillpinna. Laukurinn þarf ekki allur að fara með á pinnana.
 6. Eldið í ofni á 150 gráðum með blæstri í 20-25 mín eða grilla.
 7. Fyrir sósuna, takið rest af lauk frá marineringu og setjið í pott.
 8. Steikið laukinn þar til hann er orðinn mjúkur.
 9. Hellið rjóma saman við ásamt grænmetistening og leyfið suðunni að koma upp.
 10. Rífið piparostinn niður í pottinn, kryddið með Eðal-Hvítlaukssalti og hrærið vel þar til sósan er orðin kekkjalaus.

Mæli með smjörsteiktum strengjabaunum sem meðlæti með þessum rétt. Setjið smjör og avocadoolíu á pönnu, leggið strengjabaunirnar á pönnuna létt saltið með Himalayan salti og steikið þar til baunirnar eru orðnar mjúkar.