Naan brauð

Innihald:

 • 130gr rifinn ostur
 • 50gr rjómaostur
 • 1 egg
 • 40gr möndlumjöl
 • 30gr kókoshveiti
 • 1 tsk smátt saxaður hvítlaukur (minched garlic)
 • 1 msk Eðal Hvítlaukssalt frá Pottagöldrum
 • 1 tsk Kóríander
 • Smjör til steikingar
 • Hvítlaukskryddsmjör

Aðferð:

 1. Hitið rifinn ost og rjómaost saman í örbylgjuofni þar til osturinn er alveg bráðnaður.
 2. Setjið saman rest af hráefni og hnoðið þar til deig hefur myndast.
 3. Hitið smjör á pönnu, skiptið deiginu upp í fjóra jafna parta. Fletjið út hvert deig fyrir sig og steikið á báðum hliðum þar til það hefur brúnast.
 4. Bakið í ofni við 190 gráður í 10-15 mínútur.
 5. Takið úr ofni og smyrjið með kryddsmjöri eftir smekk.

Frábær viðbót með Tandoori kjúkling og blómkálsgrjónum.