Muffins með súkkulaðibitum

Innihald:

 • 90gr kókoshveiti
 • 100gr Sukrin Gold
 • 1 tsk vínsteinslyftiduft
 • 1/2tsk matarsódi frá Pottagöldrum
 • 120gr smjör
 • 70gr 36% sýrður rjómi
 • 70gr Crème brulee Ísey skyr
 • 5 egg
 • 1 &1/2 tsk Banana bragðefni eða vanilludropar
 • 85gr Cavalier súkkulaði
 • Nokkur Himalayan saltkorn

 

Aðferð:

 1. Hitið ofninn upp í 180 gráður með blæstri.
 2. Blandið vel saman öllum þurrefnum í skál ásamt niðurskornu súkkulaðinu. Gott er að brytja það niður nokkuð smátt.
 3. Bræðið smjörið og hrærið það saman við skyrið, sýrða rjómann og dropana.
 4. Hrærið eggin saman með gaffli eða písk og blandið saman við blautu blönduna.
 5. Hellið blöndunni næst saman við þurrefnin og hrærið vel þar til deigið fer að þykkjast.
 6. Skiptið deiginu jafnt niður í 12 stk muffinsform og bakið í 20-25 mínútur.

Hægt er að leika sér svolítið með bragðið á þessum, það er hægt að nota piparmyntudropa og möndludropa meðal annars. Einnig væri hægt að skipta út súkkulaðibitunum út fyrir fersk bláber.

Í þessari uppskrift notaði ég Bananabragðefni frá Allt í Köku, gott er að byrja á 1 tsk og vinna sig upp eftir smekk, fer allt eftir því hversu sterkt maður vill hafa bragðið. 

Einstaklega góðar volgar með smá smjöri!