Mozzarellafylltar Töfrabollur

Innihald:

 • 800gr Nautahakk
 • 1 dós litlar mozzarella kúlur (16stk)
 • 2 egg
 • 40gr blaðlaukur
 • 4 msk Hörfræmjöl (Flaxseed meal)
 • 3 msk Töfrakrydd frá Pottagöldrum
 • 2 tsk Himalayan salt
 • Kókosolíu PAM sprey

Aðferð:

 1. Forhitið ofninn á 190 gráðum með blæstri.
 2. Setjið hakk, egg, krydd og hörfræmjöl saman í hrærivél og hnoðið þar til allt er vel blandað saman.
 3. Gott er að hnoða örlítið í höndunum líka.
 4. Skerið blaðlaukinn mjög smátt, setjið saman við hakkblönduna og hnoðið áfram.
 5. Skiptið hakkblöndunni upp í 16 stk bollur (ca 65-67gr hver bolla)
 6. Setjið eina mozzarella kúlu með hverri bollu og þekjið kúluna alveg þannig að hún er í miðju bollunar.
 7. Spreyjið eldfastform með kókosolíu spreyjinu. Raðið bollunum þétt saman.
 8. Bakið í ofni í 20 mínútur.
 9. Takið úr ofninum, snúið bollunum við og bakið í aðrar 20 mínútur.

Gott að útbúa Ostasósu með þessu og njóta með Blómkálsmús eða Blómkálsgratín og fersku salati.

Skammturinn er ca 2-3 bollur.