Möndlukaka

 

Innihald:

 • 110gr smjör
 • 120gr Mascarpone rjómaostur
 • 230gr Sukrin gold
 • 5 egg
 • 2 &1/2 tsk möndludropar
 • 170gr Möndlumjöl
 • 20gr Kókoshveiti
 • 2 tsk Vínsteinslyftiduft
 • 1 tsk Matarsódi frá Pottagöldrum 
 • 1 tsk Xanthan gum
 • Smá Himalayan saltkorn

Krem:

 • 90gr Mascarpone rjómaostur
 • 10gr brætt smjör
 • 60gr Fínmalað Sukrin Gold
 • 2 tsk sítrónusafi
 • Hindberjabragðefni (má sleppa)
 • 1 dropi Rauður eða bleikur matarlitur

Aðferð:

Hitið ofninn í 200 gráður án blásturs. Aðskiljið eggjahvítur frá eggjarauðum og setjið eggjahvíturnar í hrærivélaskál ásamt salti og lyftidufti. Stírþeytið eggjahvíturnar þar til það myndast toppar.

Blandið saman öllum þurrefnunum í annari skál. Hitið rjómaost og smjör í örbylgju aðeins til að mýkja, ekki bræða alveg. Hrærið því saman við eggin, möndludropana og þurrefnin þar til deigið verður slétt. Hrærið því varlega saman við eggjahvíturnar.

Setjið deigið í hringlótt kökuform og bakið neðarlega í ofni í 40 mínútur, kveikið á blæstri og baka í 15 mín í viðbót. Takið kökuna úr forminu og setjið á disk og bakið kökuna í 5 mínútur aukalega. 

Hrærið saman hráefnum í kremið og setjið á volga kökuna.