Mjúkir Kanilsnúðar
Innihald:
- 70gr kókoshveiti
- 40gr strásæta
- 1 & 1/2 msk vínsteinslyftiduft
- 250gr rifinn ostur
- 60gr rjómaostur
- 3 egg
- 2 msk smjör
- 1 tsk vanilludropar
- 60gr smjör
- 40gr sukrin gold
- 10gr kanill
- 1 eggjarauða
Aðferð:
- Hrærið saman þurrefnum og leysið upp alla kekki.
- Hitið ostinn og rjómaostinn saman í örbylgju, hrærið saman og hitið aftur ef þörf er á. Osturinn ætti að vera alveg bráðnaður og rjómaosturinn blandaður saman við.
- Hrærið egg, vanilludropa og 2 msk af bráðnuðu smjöri saman í annari skál.
- Á meðan osturinn er enn heitur, hellið blöndunni saman við ostinn ásamt þurrefnunum og hnoðið vel.
- Deigið ætti að vera klístrað, ef það er þurrt bætið við smá af smjöri.
- Fletjið út í ferhyrning á milli tveggja bökunarpappíra, ekki mjög þunnt.
- Hrærið saman vel mjúku smjöri, sukrin gold og kanil og smyrjið jafnt yfir allan flötinn.
- Rúllið deiginu upp þétt með hjálp bökunarpappírsins.
- Skerið í 2-3cm sneiðar, raðið á ofnplötu með bökunarpappír, penslið snúðana með hrærðri eggjarauðu og bakið við 190 C í 15 mínútur.