Marokkóskur kjúklingur með Túrmerik Blómkálsgrjónum

Kjúklingaréttur

 • 8-10 úrbeinuð kjúklingalæri 
 • 1 krukka Grillaðar paprikur frá Jamie Oliver 
 • 50gr grænar ólífur
 • 1/2 laukur (ca 70gr) 
 • 300gr kúrbítur
 • 4 hvítlauksgeirar
 • 4 þunnar sítrónusneiðar
 • 2 tsk Timían frá Pottagöldrum 
 • 200ml vatn
 • 1 kjúklingakraftur
 • Avocado olía


Kryddblanda fyrir kjúkling

 • 2 msk Garam Masala frá Pottagöldrum
 • 1 tsk Reykt paprika frá Pottagöldrum
 • 1/2 tsk Cumin frá Pottagöldrum
 • 1 tsk Kóríander frá Pottagöldrum
 • 1 tsk Töfrakrydd frá Pottagöldrum
 • Himalayan Salt
 • Grófmalaður Svartur Pipar frá Pottagöldrum eftir smekk

Aðferð:
Hella Avocado olíu á djúpa pönnu og hita upp við rúmlega miðlungs hita. Salta og pipra kjúklinginn. Blanda kryddunum saman fyrir kjúklinginn og strá helmingnum af kryddblöndunni á aðra hlið kjúklingsins. Snúa honum við og gera það sama á hinni hliðinni. Hellið örlítið af avocado olíu yfir kjúklinginn og nuddið kjúklinginn vel þar til kjúklingurinn er vel þakinn. 
Hækkið aðeins hitann og steikið kjúklinginn í 4 mín á hvorri hlið, takið hann af pönnunni og geymið til hliðar. 
Setjið aðeins meira af avocado olíu ef þarf og setjið niðurskorna laukinn og kúrbítinn á pönnuna og steikið. Skerið niður hvítlauk mjög smátt, skerið ólífur til helminga og steikið með. 
Stráið næst timian yfir allt grænmetið.
Hellið olíunni af grilluðu paprikunum og hellið saman við grænmetið og steikið allt mjög vel saman. 
Þegar grænmetið er orðið vel mjúkt er kjúklingurinn settur ofan á grænmetið, vatninu hellt ofan í og kjúklingateningurinn mulinn yfir allt. 
Látið þetta bullsjóða í ca 20 mín og þá er hitinn lækkaður niður og látið malla í sirka 10 mínútur. Á meðan þetta eldast eru blómkálsgrjónin gerð klár.

Blómkálsgrjón

 • 1 stór blómkálshaus (eða tveir litlir)
 • 200ml kókosrjómi (nota kolvetna snauðan og þann fitu mesta) 
 • 1/2 laukur (ca. 70gr) 
 • 1 msk hvítlauksduft
 • 1/2 tsk engifer
 • 1 msk túrmerik
 • 1 msk basilika
 • 30gr macadamia hnetur
 • Börkur af 1/2 appelsínu
 • Börkur af 1/2 lime
 • Himalaya salt
 • Svartur pipar

Aðferð:
Rífið blómkálshausinn niður í grófu rifjárni, allt nema kjarnann innst í blómkálinu. 
Kryddið blómkálið með engifer, pipar, hvítlauksdufti og saltið eftir smekk. 
Laukurinn er skorinn í smáa bita og steiktur í potti uppúr avocadoolíu ásamt Túrmerik. Þegar laukurinn er orðinn nokkuð mjúkur og kryddið er komið vel inní laukinn hellið kókosrjómanum útí og látið malla örlítið. 
Blómkálsgrjónin ásamt muldum macadamiu hnetum og berki af appelsínu og lime er hrært mjög vel saman við. Setjið lok yfir pottinn og látið malla í um 3-4 minutur. Smakkið til með salti og pipar eftir smekk.

Gott að hella örlítið af hrárri avocado olíu yfir kjuklinginn áður en rétturinn er borinn fram.