Marengsterta

Innihald:

 • 6 eggjahvítur
 • 190gr fínmöluð sæta (Good Good sætan)
 • 1/2 tsk vínsteinslyftiduft
 • 1 tsk vanilludropar
 • 4 English Toffee steviu dropar
 • Nokkur Himalayan saltkorn
 • 50gr kókosmjöl (má sleppa)

Aðferð:

 1. Þeytið eggjahvítur þar til þær verða að hvítri og þéttri froðu.
 2. Haldið áfram að þeyta og bætið lyftiduftinu og sætunni varlega saman við, smá og smá í einu.
 3. Þeytið áfram þar til blandan er orðin stíf.
 4. Í lokin hrærið varlega saman við vanilludropum, steviu dropum og kókos.
 5. Skiptið marengsnum upp í tvennt og dreifið úr á bökunarpappír í tvo jafn stóra hringi.
 6.  Bakið marengsinn við 140 gráður á blæstri í 40 mínútur. Slökkvið á ofninum og leyfið marengsnum að kólna í 2 klukkustundir inní ofni. 

Á milli og ofan á botninn:

 • 500ml Rjómi
 • 250gr Jarðaber
 • 100gr bláber
 • 1 tsk fínmöluð sæta
 • 1/2 plata 85% Cavalier súkkulaði
 • 50ml rjómi
 • 1 msk Fiber Gold sýróp

Aðferð:

 1. Þeytið rjóma ásamt fínmalaðri sætu þar til hann er full þeyttur.
 2. Skerið jarðaber niður í smáa bita og hrærið saman við þeytta rjómann ásamt bláberjum.
 3. Smyrjið rjómanum öllum á milli tveggja marengsbotna.

Kremið:

Hitið rjóma upp að suðu og bræðið súkkulaðið saman við. Hrærið þar til súkkulaðiblandan verður glansandi. Hrærið í lokin sýrópi saman við súkkulaðið og hellið ofan á marengsinn.

Leyfið tertunni að hvíla í kæli örlítið áður en hún er borin fram.