LKL Tacosfjall

Innihald:

 • 100gr hakk (kryddað með Tex Mex kryddi)
 • 90gr kál
 • 30gr gúrka
 • 50gr kirsuberjatómatar
 • 30gr 18% sýrður rjómi
 • 30gr Santa Maria Hot Taco sósa
 • 30gr rifinn ostur
 • 30gr Tortilla flögur
 • 50gr Guacamole

Aðferð:

 1. Steikið hakk á pönnu með TexMex kryddi úr þessari uppskrift r.
 2. Gott er að steikja um 400-500gr hakk, krydda og geyma fyrir hádegismat/kvöldmat seinna.
 3. Skerið allt grænmeti niður smátt, setjið í skál og toppið með hakki, sósum, guacomole, tortillaflögum og rifnum osti.

 

Næringarinnihald:

 • Fita  37gr
 • Prótein  25,9gr
 • Kolvetni 15,5gr
  • Þar af trefjar 4,9gr
 • Heildarkolvetni: 10,6gr