Létt Ommiletta
Innihald:
- 3 egg
- 50gr Camembert smurostur
- 10gr parmesan ostur
- 1/2 tsk Fiesta de Mexico frá Pottagöldrum
- 1/2 tsk Töfrakrydd frá Pottagöldrum
- Avocado olía til steikingar
Álegg:
- 2 stk kjúklingaálegg
- 4 sneiðar Gotta ostur
- 4 sneiðar kúrbítur
Aðferð:
Hita upp olíu á pönnu við miðlungs hita. Hræra allt hráefni saman (nema álegg) mjög vel, gott að setja saman í blandara í örskamma stund til að allt verði vel blandað saman. Hella á pönnuna og leyfa því að hitna nokkuð vel þar til hún er elduð næstum í gegn. Raða áleggi á helminginn og flippa hinum helmingnum yfir. Hitið aðeins lengur eða þar til hún er alveg elduð.
Mjög gott að borða með örlitlu majonesi!